- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
Við byrjuðum föstudaginn 21.júlí á Fagradalsheiði þar sem við hættum í gærkveldi. Þar hitti Andrés Ramon fyrir Frakka að nafni Oliver Descout sem var mjög hrifinn af Vináttuhlaupinu og boðskap þess. Hann er með hressustu Frökkum sem við höfum kynnst í lífinu.
Hér eru allar stelpurnar, sem bættust við í hlaupahópinn á Egilsstöðum, á gamla þjóðveginum að Fagradal. Þær heita Chahida, Behala, Neelabha, Blanka og Sumeru. Þegar hér var komið við sögu höfðu þær hlaupið rúmlega 40 kílómetra og voru orðnar mjög svangar og ánægðar með að fá smá mat enda höfðu þær ekki tekið neitt nesti með sér.
Hið sögufræga setur á Möðruvelli í Möðrudal.
Davíð í stífum fótboltaæfingum með hvolpi sem við vitum ekki deili á en hann býr á Grímsstöðum á fjöllum. Hundurinn skemmti sér konunglega við að eltast eftir boltanum sem og Davíð sem er mikill hundavinur, enda margir hundar í sveitinni í Snæfellsnesi þar sem hann ólst upp.
Andrés Ramon spilar hér á Charango gítar frá Suður Ameríku á Grímsstöðum enda viðurblíða með eindæmum góð. Charango var smiðaður af indjánum sem þurftu að ferðast langar vegalengdir um hálendi vegna vinnu þar sem venjulegir kassagítarar voru of stórir og þungir til þess að ferðast með.
Stelpnahópurinn í lok dagsins á Grímsstöðum ánægðar eftir langan og erfiðan dag. En þar eru auk áðurnefndu erlendu hlauparanna: Steinunn, Viktoría og Moa frá Svíþjóð.
Snilldarlega samsett mynd af tvöföldum regnboga yfir Grímsstöðum um kvöldið. Myndirnar tók Martin frá Austurríki og skeytti saman.
Distance: 111km
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 20 July < Czech Republic 20 July < Ísland 20. júlí |
Iceland 22 July > Slovakia 22 July > Ísland 22. júlí > |
Iceland 21 July Czech Republic/ Slovakia July 21 |