• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði

Í dag hófum við hlaupið á Blönduósi, eða réttara sagt hófu garparnir úr USAH hlaupið. Þeir vildu klára sýsluna og voru framkvæmdastjórinn Guðmundur Þór Elíasson og Kristinn Snjólfsson mættir aftur þrátt fyrir lúin bein frá gærdeginum. Með þeim komu nýir og ferskir hlauparar en það voru þau:

Magnús Örn Valsson, Jenný Rut Valsdóttir, Sigríður Soffía Þorleifsdóttir, Haraldur Páll Þórsson og Jón Árni Magnússon.

Eftir að þau höfðu tekið við kyndlinum skutumst við strákarnir með einn kyndilinn í viðgerð. Við fórum á bifreiðaverkstæðið á Blöndósi þar sem Elli tók við okkur og leit á kyndilinn fyrir okkur. Eftir að hafa skrúfað hann sundur og saman þá var skaftið dæmt ónýtt og því var lítið hægt að gera að sinni. Við þökkuðum honum fyrir og keyrðum á eftir hlaupurunum.

Krakkarnir úr USAH hlupu að sýslumörkunum við Gljúfrá og skiluðu þar með sinni víðlendu sýslu frá Vatnshlíðarvatni að Gljúfrá. Er við kvöddum þau lofaði Kristinn því að hann myndi örugglega hlaupa aftur á næstu ári. Við vonumst svo sannarlega til að sjá alla aftur þá.

Eftir að hafa kvatt krakkana lögðum við strákarnir í hann en okkar dagskammtur var að hlaupa að Laugabakka. Gústi hóf hlaupið í fínu veðri. Hlaupið var tíðindalítið til að byrja með en innan skamms kom hundur af einum sveitabænum og heilsaði upp á okkur en ekki má gera lítið úr þætti dýranna í þessu hlaupi. Hundar, hestar, kindur, fuglar og aðrir málleysingjar hafa hlaupið með okkur í ár og sett skemmtilegan svip á hlaupið.

Nú var komið að stelpunum að sanna sig en þeim hafði bæst liðsauki frá Reykjavík. Það voru Steinunn, sem var komin aftur, og dótturdóttir hennar Hafdís sem bættust í hópinn. Strákarnir af sinni alkunnu kurteisi og lítillæti eftirlétu stelpunum að hlaupa upp Holtavörðuheiðina en urðu þannig sjálfir af miklum íþróttalegum framförum.

Á Holtavörðuheiðinni voru veður válynd en þar var mikil þoka og mikil umferð þannig að þær voru fegnar er þær kláruðu daginn. Stelpurnar sögðu að þeim fyndist eins og nú vissi fólk hvað hér væri á ferðinni enda hefur Hlaupið verið nokkuð í fréttum að undanförnu. Margir stoppa okkur og spyrja okkur hvernig gangi og hvað við eigum langt eftir og hvetja okkur síðan áfram.


Distance: 99km

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Iceland 26 July
< Ísland 26. júlí
< Slovakia/Austria 26 July
Iceland 28 July >
Ísland 28. júlí >
Austria 28 July >

Iceland 27 July