- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
Í dag hófum við hlaupið á Blönduósi, eða réttara sagt hófu garparnir úr USAH hlaupið. Þeir vildu klára sýsluna og voru framkvæmdastjórinn Guðmundur Þór Elíasson og Kristinn Snjólfsson mættir aftur þrátt fyrir lúin bein frá gærdeginum. Með þeim komu nýir og ferskir hlauparar en það voru þau:
Magnús Örn Valsson, Jenný Rut Valsdóttir, Sigríður Soffía Þorleifsdóttir, Haraldur Páll Þórsson og Jón Árni Magnússon.
Eftir að þau höfðu tekið við kyndlinum skutumst við strákarnir með einn kyndilinn í viðgerð. Við fórum á bifreiðaverkstæðið á Blöndósi þar sem Elli tók við okkur og leit á kyndilinn fyrir okkur. Eftir að hafa skrúfað hann sundur og saman þá var skaftið dæmt ónýtt og því var lítið hægt að gera að sinni. Við þökkuðum honum fyrir og keyrðum á eftir hlaupurunum.
Krakkarnir úr USAH hlupu að sýslumörkunum við Gljúfrá og skiluðu þar með sinni víðlendu sýslu frá Vatnshlíðarvatni að Gljúfrá. Er við kvöddum þau lofaði Kristinn því að hann myndi örugglega hlaupa aftur á næstu ári. Við vonumst svo sannarlega til að sjá alla aftur þá.
Eftir að hafa kvatt krakkana lögðum við strákarnir í hann en okkar dagskammtur var að hlaupa að Laugabakka. Gústi hóf hlaupið í fínu veðri. Hlaupið var tíðindalítið til að byrja með en innan skamms kom hundur af einum sveitabænum og heilsaði upp á okkur en ekki má gera lítið úr þætti dýranna í þessu hlaupi. Hundar, hestar, kindur, fuglar og aðrir málleysingjar hafa hlaupið með okkur í ár og sett skemmtilegan svip á hlaupið.
Nú var komið að stelpunum að sanna sig en þeim hafði bæst liðsauki frá Reykjavík. Það voru Steinunn, sem var komin aftur, og dótturdóttir hennar Hafdís sem bættust í hópinn. Strákarnir af sinni alkunnu kurteisi og lítillæti eftirlétu stelpunum að hlaupa upp Holtavörðuheiðina en urðu þannig sjálfir af miklum íþróttalegum framförum.
Á Holtavörðuheiðinni voru veður válynd en þar var mikil þoka og mikil umferð þannig að þær voru fegnar er þær kláruðu daginn. Stelpurnar sögðu að þeim fyndist eins og nú vissi fólk hvað hér væri á ferðinni enda hefur Hlaupið verið nokkuð í fréttum að undanförnu. Margir stoppa okkur og spyrja okkur hvernig gangi og hvað við eigum langt eftir og hvetja okkur síðan áfram.
Distance: 99km
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 26 July < Ísland 26. júlí < Slovakia/Austria 26 July |
Iceland 28 July > Ísland 28. júlí > Austria 28 July > |
Iceland 27 July |