• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur

Martin frá Austurríki er mjög hrifinn af íslenskri náttúru. Hann hljóp samfleytt 10 kílómetra inn Fáskrúðsfjörðinn þennan dag og fór létt með enda óðum að bæta úthald og getu í hlaupum síðan hann kom til landsins fyrir 9 dögum.

Fyrstu krakkarnir sem tóku þátt í Vináttuhlaupinu fimmtudaginn 20.júli voru frá íþróttafélaginu Leikni Fáskrúðsfirði.

Þetta voru krakkar á öllum aldri og, eins og myndirnar sýna, býr mikill kraftur í þeim og gleðin skein úr andlitum allra.

Það tók þau ekki langan tíma að hlaupa frá Fáskrúðsfirði að Fáskrúðsfjarðargöngunum sem er nýbúið að opna á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Það er alltaf gaman að fá svona mikið af börnum til að hlaupa saman í Vináttuhlaupinu og það verður vonandi ennþá skemmtilegra í næsta skipti. Krakkarnir heita:

Almar Daði Jónsson, Ingimar Guðjón Harðarson, Heiður Karitas Andersdóttir, Kristín Harpa Andersdóttir, Davíð Andersson, Sunna Valsdóttir, Dagur Ingi Valsson, Elís Ármannsson, Snjólaugur Ingi Halldórsson, Jónína Björg Halldórsdóttir, Sonja Ósk Halldórsdóttir, Malen Valsdóttir, Kristófer Páll Viðarsson, Sæþór Ívar Viðarsson, Alexander Freyr Óskarsson og Stefán Alex Elvarsson.

Á Reyðarfirði beið okkar fámennur en góður hópur hlaupara frá íþróttafélaginu Val.

Hetja þeirra var án efa Hjalti Þórarinn Ásmundsson. Hann gerði sér lítið fyrir og hljóp 11 kílómetra af þeim 13 kílómetrum sem hópurinn tók að sér að hlaupa, upp Fagradal í miklum halla í rigningu og roki. Hann er að öðrum ólöstuðum Vináttuhlaupari dagsins.

Þessir strákar voru svo sannarlega í góðu skapi þegar við höfðum komist á leiðarenda dagsins sem var gulur skúr á Fagradal. Skúrinn er staðsettur mitt á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaðar. Þeir sem tóku þátt voru:

Eiríkur Ingi Jónsson, Margeir Páll Björgvinsson, Hjalti Þórarinn Ásmundsson og Arnar Logi Ólafssson.

Viktoría stakk sér í sjóinn við Fáskrúðsfjörð til þess að halda sér í formi fyrir komandi átök þegar hún syndir yfir Pollinn á Akureyri á mánudag og yfir Hvalfjörðinn á sunnudaginn þarnæsta.


Distance: 91km

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Ísland 19. júlí
< Czech Republic 19 July
< Iceland 19 July
Iceland 21 July >
Czech Republic/ Slovakia July 21 >
Ísland 21. júlí >

Iceland 20 July
Czech Republic 20 July