- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 6. september: Kópavogur
Núverandi meðlimir alþjóðlega World Harmony Vináttuhlaupsliðsins:
Mark Collinson (Englandi), Ondrej Vesely (Tékklandi), Pierre Lantuas Monfouga (Frakklandi), Rúnar Páll Gígja (Íslandi), Víðir Sigurðsson (Íslandi).
Í dag heimsóttum við fimm skóla í Kópavogi og Garðabæ: Vatnsendaskóla, Salaskóla, Smáraskóla, Hofsstaðaskóla og Lindaskóla.
Í Salaskóla hlupu börnum af miklum ákafa og mikilli gleði með kyndilinn.


Í einlægni sentu þau drauma sína um sátt og samlyndi inn í logann svo við gætum borið þá áfram til næstu skóla.

Í Smáraskóla hittum við börn frá Grænlandi sem eru í 2 vikna heimsókn á Íslandi.


Grænlensku börnin ásamt íslensku börnunum hlupu með kyndilinn að bæjarskrifstofum Kópavogs, þar sem bæjarstjórinn Gunnar Birgisson tók á móti okkur. Hann sýndi hlaupinu mikinn stuðning og gaf hlaupurunum af hjartahlýju sinni.

Ríkissjónvarpið mætti á staðinn og tók upp þennan viðburð.
Í Hofsstaðaskóla voru börnin kát og fjörug.

Ein stelpa klæddist hönskum á fótunum; sennilega gleymdi hún skónum sínum.

Krakkarnir klifruðu upp á klifurgrindina með kyndilinn og fánann og skein gleðin úr andlitum þeirra. Sennilega hefur þeim liðið eins og þau hafi staðið upp á toppi Himalajafjalla.

Þau áttu ekki í nokkrum vandræðum með að stilla sér upp fyrir myndatöku.

Ákafi þeirra var smitandi og Mark slóst í hóp með þeim á hringekjunni.

Krakkarnir sneru hringekjunni hraðar og hraðar uns Mark missti það litla tak sem hann hafði og flaug aftur fyrir sig á mölina. Hann var þó alls ómeiddur. Allir hlógu dátt og hinir hlaupararnir prófuðu hringekjuna líka. Við skemmtum okkur konunglega en að lokum kom að því að við þurftum að fara. Á leiðinni úr skólanum hittum við dreng á hjóli á leiðinni heim.

Hann vísaði okkur leiðina að síðasta skóla dagsins.
Síðasti skóli dagsins var Lindaskóli og þar hitti Víðir frænku sína sem gengur í þann skóla.

Þar sem skólanum var að ljúka hlupu börnin af miklum móð með kyndilinn í kring um skólalóðina. Bjallan hringdi og öll hin börnin streymdu út úr skólanum til okkar og fengu World Harmony Vináttuhlaupslímmiða frá okkur.
Í tilefni af því að við höfðum nú lokið við að heimsækja 21 skóla á Íslandi á 5 dögum sýndi Pierre okkur bragð með því að halda kyndlinum með hökunni.

Í síðdeginu litum við á nokkra staði í Reykjavík. Við hlupum eftir ströndinni og komum við hjá Höfða, þar sem Gorbachev og Reagan héldu sögulegan fund sinn fyrir 20 árum.


Við lukum deginum fyrir utan Hallgrímskirkju, sem er eitt mest áberandi mannvirkið í Reykjavík.

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 7 September < Ísland 4. september < Germany 7 September |
Belgium 11 September > |
Ísland 5. september |