- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
Við byrjuðum daginn á því að afhenda krökkum úr Ungmennafélaginu Mána Vináttukyndilinn. Þar voru hressir krakkar á öllum aldri úr sveitunum á Nesjunum sem hlupu samtals 15 kílómetra. Krakkarnir voru Fjóla D. Hjaltadóttir, Anika Seidler, Sigurborg Eiríksdóttir, Oddleifur Eiríksson, Ásta Steinunn Eiríksdóttir, Egill Eiríksson og Gísli Jónsson . Þau komu í fylgd Hjalta Egilssonar, Elínar Oddleifsdóttur og Sigurðar Sigurbergssonar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Við höfðum sagt þeim að hlaupa ekki í gegnum Almannaskarðsjarðgöngin af öryggisástæðum. Þau voru ekki á þeim buxunum þegar við komum að þeim heldur héldu áfram að hlaupa í gegnum göngin og skemmtu sér konunglega enda ekki á hverjum degi sem maður hleypur í gegnum svona flott jarðgöng. Það kom ekki að sök þar sem sáralítil umferð var að þessu sinni.

Systkinin Sigurborg (6 ára) og Oddleifur (5 ára) Eiríksbörn hlupu ásamt Hjalta Egilssyni með kyndilinn. Þau eru ein af yngstu börnum sem hafa hlaupið í Vináttuhlaupinu frá upphafi og höfðu augljóslega mjög gaman af enda hlupu þau langt og eru án nokkurs vafa Vináttuhlauparar dagsins.

Elmar Dietz frá Þýskalandi sést hér hlaupa með kyndilinn.

Bræðurnir Rainer og Elmar Dietz sjást hér ásamt Andrési Ramon en þeir hlupu hvor um sig 1 kílómeter og sögðust gjarnan vilja hlaupa meira ef þeir hefðu ekki verið í tímaþröng. Þeir voru yfir sig hrifnir þegar þeir fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í Vináttuhlaupinu. En þess má geta að þeir eru báðir reyndir maraþonhlauparar.

Hér sést Vinodini Vináttuhlaupari frá Englandi skömmu áður en hún kom til Djúpavogs. Hún lýsti yfir ánægju sinni með yndislegt veður til þess að hlaupa á þessum annars ágæta 6. degi Vináttuhlaupsins.

Þessi glaðbeittu hjón frá Frakklandi voru mjög áhugasöm fyrir Vináttuhlaupinu þegar þau stoppuðu bifreið sína til þess að spyrjast fyrir um það.Þau höfðu ekki áhuga á að hlaupa en lýstu yfir ánægju sinni með þetta framtak hlauparanna. Þessi mynd sýnir hversu alþjóðlegt Vináttuhlaupið er þar sem fólk frá 5 þjóðlöndum (Þýskalandi, Austurríki, Englandi, Frakklandi og Íslandi) tóku þátt í dag.

Viktoría og Dariya eru hér að elda ljúffengan kvöldverð fyrir Vináttuhlaupshópinn í leikskólanum á Djúpavogi þar sem hlaupararnir gistu yfir nóttina. Matur sem klikkar aldrei!

Það ringdi á köflum þennan dag en andi Vináttuhlaupsins skein í gegnum alla bleytuna.
Distance: 103km
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Ísland 17. júlí < Czech Republic 17 July < Iceland 17 July |
Iceland 19 July > Czech Republic 19 July > Ísland 19. júlí > |
Iceland 18 July Czech Republic 18 July |