- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
Það var léttur dagur framundan í dag, sem var eins gott þar sem byrjað var að kvarnast úr Vináttuhlaupsliðinu. Þannig eru Chahida og Behala farnar heim til Austurríkis og Upajukta og Andrés tóku Martin með sér í Jökulsárhlaupið. Það kom því í hlut hlaupaafleysingamannsins Surens að hefja leikinn, en hann hefur setið fastur við tölvuna hingað til að setja upp fréttir á heimasíðuna.

Suren hóf leikinn undir Hafnarfjalli, sem hefur oft reynst æði vindasamt og virtist geta brugðið til beggja vona í byrjun hlaups. Það rættist þó heldur betur úr veðrinu eftir því sem á leið.
Þessa fjóra spænsku ferðalanga hittum við miðja vegu að Akranesafleggjaranum. Þeir heita:
Moises Sanchez Pardo, Francisco José Ors Ausin, Ignacio Giménez Guzman og Jose Manuel Gimenez Guzman .
Þeir tóku smá sprett með kyndilinn, en hlupu svo strax til baka til okkar. Þeir voru hressir og Davíð gat rætt við þá um spænska fótboltann.

Steinunn keyrði stelpuliðið í hlaupið, en hið alþjóðlega stelpulið hefur svo sannarlega verið stoð okkar og stytta í ár. Efnilegasti hlauparinn kemur líka úr stelpuliðinu, en það er hún Hafdís litla, dótturdóttir Steinunnar. Hafdís hljóp heilan kílómeter í gær og lét sig ekki muna um það að hlaupa annan í dag.

Eins og sjá má, vildu allir hlaupa með Hafdísi; Neelabha og Blanka vildu það, og þessi hestur var voðalega hrifinn af henni líka.

Á Akranesi biðu okkar garpar úr Badmintondeild ÍA, en það voru þeir:
Hólmsteinn Valdimarsson, Ragnar Harðarson, Halldór Reynisson, Egill Guðlaugsson og Kristján Huldar Aðalsteinsson .
Þessir úrvalsmenn ætluðu sér hvorki meira né minna en það að hlaupa niður að Katanesi, heila 22 km. Það gerðu þeir og blésu vart úr nös, enda hlaupa þeir þrisvar í viku og eru í góðu formi.

Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, tók vel á móti okkur og sagðist vona að við myndum sjá okkur fært að leggja leið okkar inn á Skagann á næsta ári líka. Hvernig getum við annað, miðað við þessar góðu viðtökur? Einnig verður að geta Svövu Ragnarsdóttur sem kom okkur í samband við badmintonstrákana og gaf öllum orkudrykki áður en lagt var í hann. Þær stöllur sjást hér saman á mynd.

Suren vildi endilega hlaupa með Ragnari Harðarsyni. Hvernig stendur á því? Jú, jú, það vill svo til að þeir eru náfrændur. Eitthvað voru þeir frændurnir að tala um fegurð landslagsins og það hvernig maður nýtur þess betur á 10 km hlaupahraða heldur en á 110 km hraða í bíl. Þeir gáfu sér þó tíma til að vinka til ljósmyndarans af einskærri kurteisi.

Það er raunar merkilegt hvað það er marg fagurt að sjá á þessum 14 km afleggjara að Akranesi. Hér ber eitt slíkt fyrir augu.

Hér eru svo strákarnir komnir að Katanesi og stilla sér upp. Hetjuleg frammistaða hjá þeim, en leggið þennan stað á minnið, því þar mun ekki síðri hetjuskapur fara fram í fyrramálið þegar sundgarparnir okkar synda yfir fjörðinn.

Distance: 56km
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 28 July < Ísland 28. júlí < Austria 28 July |
Iceland 30 July > Ísland 30. júlí > Austria / Slovenia 29 July > |
Iceland 29 July |