- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
Dagurinn hófst við Hótel Hvolsvöll, þar sem hlaupið endaði kvöldið áður. Áður en við fórum af stað fengum við tækifæri til að þakka Björgvini frá Hótel Hvolsvelli, en hann hjálpaði okkkur heilmikið í gær og er það algjörlega honum að þakka að við gátum sent út frétt á netið í gærkvöldi.
Að því loknu hittum við hina hressu krakka úr Íþróttafélaginu Dímon á nýjan leik. Það voru reyndar ekki allir 27 mættir eins og í gær, en nú mættu átta hressir strákar til leiks, þar af þrír sem ekki komu í gær, þeir: Kári Benónýsson, Þorbergur Vignisson og Ari Björnsson.
Þessir átta stóðu sig eins og sannkallaðar hetjur og hlupu alla leið að Markarfljótsbrú, eða um 20 km!
Þar með var samstarfi okkar við Dímonarmenn ekki lokið, því stuttu eftir að við kvöddum þessa stráka mættum við Ármanni Fannari Magnússyni ásamt 5 ára gömlum syni hans, Magnúsi Bjarna Fannarssyni og Guðna Sigþóri Berglindarsyni. Ármann er nefnilega bróðir Ólafs Elí Magnússonar, eins af forkólfum Dímonarhópsins og hafði heyrt allt um Vináttuhlaupið frá honum. Hann ákvað því að finna okkur á þjóðveginum og saman fóru þeir þrír létt með að hlaupa 5km.
Ungmennafélagið Eyfellingur tók næst við kyndlinum. Þar á bæ hefur formaðurinn Sigurgeir Ingólfsson tekið þátt í öllum Vináttuhlaupum síðan 1987 og ávallt hlaupið síðasta spölinn, að sýslumörkunum. Að þessu sinni brá svo við að Sigurgeir komst ekki og eftirlét Símoni Bergi syni sínum umsjón með þátttöku Eyfellingarmanna. Símon fékk þær Þórdísi Erlu Ólafsdóttur og Lilju Dögg Guðnadóttur í lið með sér og saman hlupu þau að Jökulsárbrúnni.
Þar tók Ungmennafélagið Dyrhólaey við kyndlinum, en þetta var fjölmennur hópur fjörugra og kraftmikilla krakka. Gaman var að sjá að flestir krakkarnir sem hlupu með okkur í fyrra hlupu einnig nú, einu ári eldri og stærri.
Rétt eins og í fyrra létu krakkarnir í Dyrhólaey ekki staðar numið fyrr en komið var inn að Vík - það eru heilir 26,6 km, en þau hefðu farið létt með að hlaupa enn lengra! Þessar hetjur úr Ungmennafélaginu Dyrhólaey heita: Kristín Erla Benediktsdóttir, Guðmundur Eyjólfur Kristjánsson, Þorsteinn Björn Einarsson, Marínó Freyr Steinþórsson, Vigdís Eva Steinþórsdóttir, Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, Elvar Orri Jóhannesson, Gunnar Ólafsson, Guðlaug Lilja Sævarsdóttir, Bergþór Bergsson, Magdalena Katrín Sveinsdóttir, Ragna Fríða Sævarsdóttir, Hafþór Ingi Sævarsson og Jakobína Kristjánsdóttir.
Á Vík í Mýrdal tóku við ekki minni hetjur, en þau Friðbert Elí Gíslason, Ásrún Halla Loftsdóttir, Guðbjörg María Lorange, Emilía Ósk Lorange og Breki Þór Sveinsson úr Ungmennafélaginu Drangi hlupu með okkur í rúmar 2 klst. og voru þó ekki svo há í loftinu öll. Krakkarnir hlupu oft mörg saman sem gerir afrek þeirra síst minna.
Á Blautukvísl tók Ungmennafélagið Skafti við, en þetta var stór og góður hópur sem Harpa Ósk Jóhannesdóttir og móðir hennar Steina Harðardóttir skipulögðu til að hlaupa með okkur.
Þau Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Valgerður Káradóttir, Elín Elva Káradóttir, Bergsteinn Kárason, Darri Dagur Sigurgeirsson, Breki Blær Sigurjónsson, Gestur Sigfússon, Bergur Sigfússon, Ármann Daði Gíslason, Ragnar Pálsson, Anna Karen Gunnarsdóttir, Konný Sif Gottsveinsdóttir og Pálína Pálsdóttir hlupu öll geyst fram alla leið að Kúðafljóti, en þar enduðum við um 9-leytið.
Að lokum vill Vináttuhlaupið þakka Þorgerði Einarsdóttur úr Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu, Guðný Sigurðardóttur úr Umf. Dyrhólaey og öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg við að skipuleggja þátttöku USVS í Vináttuhlaupinu í ár - bæði þeim sem nefndir eru að ofan og líka þeim við höfum ekki nöfnin á. Það hefur svo sannarlega verið vel tekið á móti okkur í Vestur-Skaftafellssýslu í ár!
Distance: 122km
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 14 July < Germany/Czech Republic July 14 < Ísland 14. júlí < Germany/ Czech Republic 14 July |
Iceland 16 July > Czech Republic 16 July > Ísland 16. júlí > |
Iceland 15 July Czech Republic 15 July |