- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
Þau eru misskipt örlög mannanna. Í dag hlupum við strákarnir niður Holtavörðuheiðina í glaða sólskini. Eitthvað annað en þokan sem lá yfir öllu í gær hjá stelpunum. Við nutum þess að láta þyngdaraflið draga okkur áfram niður brekkurnar og það var ekkert sem gat stöðvað okkur, ekki einu sinni hinn sterki mótvindur sem var efst á heiðinni.
Eftir okkar 22 km skammt var komið að stelpunum og þeirra 50 km. Þar sem Chahida og mamma hennar Behala eru að fara heim á morgun þá vildu þær fá að hlaupa aðeins lengra í dag og var það auðsótt mál hjá öllum hinum hlaupurunum. Hér að neðan sjáum við hins vegar tékknesku hraðlestina okkar, þær Neelöbhu og Blönku, spretta úr spori.
Í nótt gistum við í mjög svo huggulegum sumarbústað fjölskyldu Ganganes rétt við Bifröst. Þar sem hann er fjarri góðu gamni í augnablikinu þá tók móðir hans, hún Hulda Ólafsdóttir, að sér að vera gestgjafi. Það er alltaf gott að gista í þessum bústað og enn betra er að geta farið í heita pottinn eftir allt erfiðið. Við þökkum Huldu sérstaklega vel fyrir að taka svona vel á móti okkur en hún lét ekki þar við sitja heldur hljóp hún og sonardóttir hennar með okkur í dag heila 8 km.
Bílarnir eru stór partur af Vináttuhlaupinu. Þeir eru nauðsynlegir til að allt gangi upp. Bíllinn hans Upajukta er einn af Vináttuhlaupsbílunum. Bíllinn hans er búinn þeim eiginleikum að geta aðeins farið áfram en ekki afturábak. Þetta eru eiginleikar sem við ættum öll að tileinka okkur þó það geti stundum valdið því að við þurfum aðeins að ýta.
Í Borganesi tók sveitarstjórinn Páll Brynjarsson, á móti okkur. Við hittum hann í skrúðgarðinum við hliðina á kumli Skallagríms Kveldúlfssonar. Páll sagði okkur aðeins frá Skallagrími og Agli syni hans, þekktustu Borgfirðinga fyrr og síðar, og sögu staðarins.
Síðan sungum við Vináttuhlaupslagið og að lokum hljóp Páll með okkur í áttina að Borgarfjarðarbrúnni. Eftir athöfnina sagðist hann vel skilja hvers vegna íþróttir og vinátta ættu vel saman, hann minntist þess er hann var á námsárum sínum erlendis hvernig íþróttirnar náðu að tengja fólk frá mismunandi menningarsvæðum saman.
Í lok dagsins þegar öllum hlaupum og skipulagningu lauk fóru strákarnir og verðlaunuðu sig með smá sjoppufæðu. Eitthvað gekk afgreiðslan hægt og lét því Upajukta í sér heyra inn um lúguna. Annars höfum við verið svo heppin í hlaupinu hingað til að Steinunn og fleiri stelpur hafa séð svo til aleinar um matinn og framreitt hvern veisluréttinn á fætur öðrum.
Distance: 69km
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Ísland 27. júlí < Iceland 27 July < Austria 27 July |
Iceland 29 July > Ísland 29. júlí > |
Iceland 28 July |