- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 5. september: Reykjavík
Núverandi meðlimir alþjóðlega World Harmony Vináttuhlaupsliðsins:
Mark Collinson (Englandi), Ondrej Vesely (Tékklandi), Pierre Lantuas Monfouga (Frakklandi), Rúnar P. Gígja (Íslandi).
Í gærkvöldi kvöddum við Pedja, sem heldur heim til Belgrad, og Marton, sem fer til Þýskalands til að taka þátt í Vináttuhlaupinu þar. Tími þeirra hér á Íslandi hefur flogið og þeir hafa verið frábærir félagar í Vináttuhlaupsliðinu. En við erum sem sagt bara þrír eftir.
Í dag heimsóttum við þrjá skóla og átti þetta eftir að verða sá dagur sem við gátum komið skilaboðum World Harmony Vináttuhlaupsins best á framfæri við börnin í Reykjavík. Við finnum hvernig áhuginn á hlaupinu fer vaxandi og er smám saman farinn að hafa töluverð áhrif á Íslandi.
Fyrsti skóli dagsins var Grandaskóli og komum við hlaupandi inn á sal skólans undir klöppum allra nemendanna, eða yfir 300 barna.
Börnin voru afar móttækileg og eftir að hafa talað við þau hljóp allur skólinn með okkur og kyndlinum í hring um skólalóðina.
Börnin voru afar forvitin um okkur og vildu vita allt um hvern og einn okkar. Við svöruðum þeim að sjálfsögðu! Það er merkileg staðreynd, en börn virðast alltaf vilja vita hversu gamlir við erum!
Eftir að hlaupinu var lokið söfnuðust allir saman á skólalóðinni og létu Vináttukyndilinn ganga á milli.
Næsti skóli dagsins var Háteigsskóli og þar hittum við börnin í skólastofunni þeirra. Þau höfðu mjög gaman af því að giska á hvaðan við erum. Þar sem við erum fáliðaðir að þessu sinni talaði Pierre ekki bara á frönsku, heldur líka spænsku og portúgölsku. Ondrej beitti einnig öðrum tungumálum: þýsku, rússnesku og japönsku. Börnunum fannst fyndið að heyra Ondrej tala japönsku.
Síðasti skóli dagsins var Austurbæjarskóli og þar hittum við mörg börn af ólíkum uppruna.
Þessi börn áttu foreldra frá meginlandi Evrópu, Afríku, Norður-Ameríku og Asíu.
Það var því mjög alþjóðlegur blær yfir þessari heimsókn, sem aftur minnti á hvernig hinir fjölmörgu þjóðir geta skapað einingu eins og ein stór fjölskylda heimsins.
Krakkarnir í Austurbæjarskóla slógust í för með okkur er við héldum áfram að hlaupa. Fyrst komum við að Hallgrímskirkju.
Þessi stórbrotna kirkja situr hátt uppi í Reykjavík og er áberandi úr öllum áttum. Morgunblaðið og Fréttablaðið tóku myndir af börnunum með kyndilinn hér og næsta dag birtist mynd og grein á forsíðu Fréttablaðsins og á annarri síðu Morgunblaðsins.
Lögreglan fylgdi okkur og börnunum svo áfram í gegnum miðbæ Reykjavíkur: Skólavörðustíg - Laugaveg - Bankastræti - Lækjargötu - Vonarstræti - Ráðhús Reykjavíkur, en í Ráðhúsinu tók borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á móti okkur.
Að móttökunni lokinni fórum við í enn eina skoðunarferðina um Ísland og héldum nú til Þingvalla. Á leiðinni sáum við marga heita hveri og lagði reykinn af þeim út við sjóndeildarhring.
Við urðum fyrir því óhappi að púströrið féll af bíl Rúnars Páls. Ondrej framkvæmdi skyndiviðgerð og batt púströrið með reipi. Áfram héldum við för okkar, nema nú hljómaði bíllinn eins og kappakstursbíll úr Formúlu 1. Við lögðum á þjónustusvæði Þingvalla og Guðrún Kristinsdóttir var svo vinsamleg að leyfa okkur að nota bílskúrinn og gaf okkur vír til að binda púströrið betur. Kærar þakkir!
Þar sem pústið var orðið frekar öruggt heimsóttum við nú Þingvelli, en þar var þing á Íslandi fyrst sett árið 930 e. Kr.
Við skoðuðum einnig hinn stórbrotna Öxarárfoss.
Áfram héldum við og keyrðum nú til Hveragerðis, en þar býr móðir Rúnars og stjúpfaðir hans. Okkur var boðið upp á dýrindis súpu og það var skemmtilegt að hitta restina af fjölskyldu Rúnars. Ondrej sýndi fjölskyldunni skyggnusýningu frá Vináttuhlaupinu í Evrópu og höfðu þau mjög gaman af því. Við höfðum einnig gaman af því, þar sem myndirnar vöktu margar fagrar minningar með okkur. Síðan tókum við hópmynd fyrir utan heimilið.
Tunglið var fullt og við vorum líka fullir ánægju og vellíðunar sem við leyfðum okkur að njóta er við keyrðum til baka til Reykjavíkur.
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 7 September < Ísland 4. september < Germany 7 September |
Belgium 11 September > |
Ísland 6. september |