- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
Við sváfum á Hofsósi í nótt í faðmi Skagafjarðar. Fallegur lítill bær með mikla sögu. Dagurinn byrjaði á því að hlaupa niður Lágheiðina. Miðað við þokuna á Hofsósi vorum við ekkert of vongóð um að sjá eitthvað af hinni rómuðu nátttúrufegurð Lágheiðarinnar. En viti menn, þegar við keyrðum inn dalinn þá létti þokunni skyndilega og Stífluvatnið birtist okkur spegilslétt og fagurt.
Það varð úr að Martin byrjaði daginn við sæluhúsið. Á leiðinni hitti hann hjón frá Reykjavík sem voru á leið til Ólafsfjarðar og vildu þau endilega fá mynd af sér með kyndilinn.
Næst bar það til tíðinda að Martin hljóp fram á sveitabæ nokkurn þar sem ungur drengur ásamt móður sinni veittu kyndilbera athygli. Þórgnýr Jónsson, ungi maðurinn, vildi endilega fá að hlaupa með kyndilinn. Það var að sjálfsögðu auðsótt mál og gaf móðir hans Martin drykk að launum.
Eftir að Ágúst hafði tekið við kyndlinum og hlaupið nokkra stund stoppuðu tvær konur hann. Þær sögðu honum að þær hefði keyrt fram hjá stúlku hlaupandi með kyndil, sem voru stelpurnar okkar, og síðan hefðu þær keyrt fram ungan mann að hlaupa með kyndil, sem var Upajukta, og er þær sáu Ágúst urðu þær bara að stoppa og athuga hvað væri hér í gangi. Ágúst uppfræddi þær um hlaupið og þær héldu síðan á kyndlinum með honum.
Á meðan strákarnir kláruðu sinn skammt þá voru stelpurnar líka hlaupa í þokunni. Þrátt fyrir þokuna var gott að hlaupa og enn betra var að hafa vindinn í bakið. Ekki var mikil umferð á þessum slóðum, nokkrir bílar og einn hestamaður.
Á afleggjaranum að Sauðárkróki mætti okkur hópur hlaupara. Þarna voru á ferð félagar úr hinum gríðarstóra Skokkhópi Sauðárkróks sem er að sögn kunnugra, sá stærsti á landinu miðað við höfðatölu, en yfir 50 manns mæta þar reglulega á æfingar undir styrkri stjórn Árna Stefánssonar. Í fyrra mætti hópur karlmanna þannig að nú fannst Árna við hæfi að stúlkurnar settu mark sitt á hlaupið og gerðu Herdís Klausen, Guðrún Kristín Sæmundsdóttir, Linda Hlín Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Edda Guðsteinsdóttir það með glæsibrag. Þær hlupu saman 15 km leið inn á Krók, 2 km lengra en karlarnir gerðu í fyrra!
Við enduðum kvöldið síðan á afmælisveislu til heiðurs Viktoríu, sunddrotningunni okkar, sem er að kveðja okkur í bili og heldur til Reykjavíkur á morgun.
Distance: 88km
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 24 July < Slovakia 24 June < Ísland 24. júlí |
Iceland 26 July > Ísland 26. júlí > Slovakia/Austria 26 July > |
Iceland 25 July Slovakia 25 July Trnava - Bratislava |