- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- Ísland 5. september: Reykjavík
- Ísland 6. september: Kópavogur
- Ísland 4. september: Reykjavík
- Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur
- Ísland 1. september: Reykjavík
- Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík
- Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes
- Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes
- Ísland 27. júlí: Blönduós - Holtavörðuheiði
- Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós
- Ísland 25. júlí: Lágheiði - Sauðárkrókur
- Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði
- Ísland 23. júlí: Reykjahlíð - Til móts við Akureyrarhöfn
- Ísland 22. júlí: Möðrudalur - Reykjahlíð
- Ísland 21. júlí: Fagridalur - Möðrudalur
- Ísland 20. júlí: Stöðvarfjörður - Fagridalur
- Ísland 19. júlí: Djúpivogur - Stöðvarfjörður
- Ísland 18. júlí: Höfn - Djúpivogur
- Ísland 17. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- Ísland 16. júlí: Kúðafljót - Fagurhólsmýri
- Ísland 15. júlí: Hvolsvöllur - Kúðafljót
- Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
- Ísland 13. júlí: Reykjavík - Hellisheiði
- Ísland 31. ágúst: Reykjavík
- 2005
- 2006
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Ísland 14. júlí: Hellisheiði - Hvolsvöllur
Hlaupið hófst með aftakaveðri upp á Hellisheiði í dag. Rokið frá því í gær var á sínum stað, en nú hafði bæst við úrhellisrigning og svartaþoka. Hlaupararnir voru allir orðnir gegnblautir eftir einungis 5 mín. hlaup. Strákarnir í 4. flokki Hamars í knattspyrnu létu þetta ekki á sig fá - þeir buðu náttúruöflunum byrginn með bros á vör. Fremstur í flokki var þjálfari þeirra, Yngvi Karl Jónsson.
Þessir hraustu drengir sem hlupu alla 8,6 km inn að Hveragerði heita: Júlíus Brynjar Kjartansson, Eysteinn Fannar Oddgeirsson, Aron Karl Ásgeirsson, Ólafur Hafsteinn Pjetursson, Baldur Freyr Valgeirsson og Hjalti Valur Þorsteinsson.
Þegar komið var til Hveragerðis beið okkar heldur betur glaðningur, en þá tók Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Hamars, á móti okkur í Kjörís og bauð upp á ís og kakó.
Ingvar lögreglumaður í Árnessýslu kom að og bauð aðstoð sína, sem ekki þurfti að þessu sinni. Hann fékk samt að halda á kyndlinum...
Ekkert hlé var á rokinu og fengu fleiri en Vináttuhlaupararnir að kynnast því, en systurnar Unnur og Eva Þórisdætur hlupu í gegnum Selfoss í einu mesta úrhellinu. Með þeim var móðir þeirra, Guðrún Tryggvadóttir, en hún hefur unnið gríðarlega mikla óeigingjarna vinnu við að skipuleggja þátttöku HSK félaga í Vináttuhlaupinu.
Vináttuhlaupararnir héldu þá áfram för sinni í gegnum beljandi rok og rigningu. Þetta var fremur einmanalegt ferðalag og var það okkur því mikil gleði þegar góðvinur Víðis vináttuhlaupara, Jón Elías Gunnlaugsson, slóst í för með okkur ásamt sjálfboðaliðum af býli sínu í nágrenninu. Þau hlupu öll í vinnugöllunum og tóku sig vel út.
Eftir að við kvöddum Jón Elías og félaga tók baráttan við miskunnarlausan storminn á nýjan leik sem linnti ekki fyrr en við komum að Eystri-Rangá. Þar tók á móti okkur fríður flokkur barna, unglinga og fólks á besta aldri úr íþróttafélaginu Dímon.
Gleðin skein úr hverju andliti Dímonarmanna og gaman var að sjá unga sem aldna sameinast um kyndilinn, en fullorðna fólkið stóð einstaklega vel að skipulagningu. Með þessu öllu saman fylgdust vökul augu Ingólfs Waage lögreglumanns.
Sumir þurftu smá hjálp með kyndilinn.
Hinn fríði og fjölmenni flokkur Dímons var skipaður þessum: Haukur Hjaltason, Vignir Þór Sigurjónsson, Helgi Þór Baldursson, Erla Berglind Sigurðardóttir, Einar Bjarni Hermannsson, Ástþór Hermannsson, Viðar Benónýsson, Sigurður Borgar Ólafsson, Magnús Hilmar Viktorsson, Ævar Már Viktorsson, Benedikt Óskar Benediktsson, Fanney Björk Ólafsdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Klara Sif Ásmundardóttir, Ívar Örn Baldursson, Elín Björk Sigurðardóttir, Aron Hansen, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Daníel Anton Benediktsson, Heiðrún Helga Ólafsdóttir, Harpa Sif Þorsteinsdóttir, Benóný Jónsson, Ólafur Elí Magnússon, Benedikt Benediktsson, Guðlaug Einarsdóttir, Heiðrún Huld Jónsdóttir og Einar Þór Sigurjónsson.
Í lok dags fengum við að nota sundlaugina í Íþróttamiðstöð Hvolsvallar í boði Kristjáns Magnússonar og voru okkar lúnu bein afar þakklát að komast í snertingu við hlýtt vatnið.
Distance: 68km
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 13 July < Ísland 13. júlí < Germany 13 July |
Iceland 15 July > Czech Republic 15 July > Ísland 15. júlí > |
Iceland 14 July Germany/Czech Republic July 14 |