Um
Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.
Stofnandi - Sri Chinmoy
Sri Chinmoy, stofnandi Friðarhlaupsins, leit á íþróttir sem kröftugt tæki til að stuðla að friði, sátt og samlyndi í heiminum.
Skipuleggjendur
Skipuleggjendur hlaupsins eru sjálfboðaliðar sem hafa sýn Sri Chinmoys um friðsælli veröld sáttar og samlyndis að leiðarljósi...