- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- 2005
- 23. júlí: Reykjavík - Explorer
- 15. júlí: Laugarbakki - Borgarnes
- 16. júlí: Borgarnes - Reykjavík
- 12. júlí: Akureyri - Lágheiði
- 13. júlí: Lágheiði - Varmahlíð
- 14. júlí: Varmahlíð - Laugarbakki
- 11. júlí: Chahida kveður
- 11. júlí: Reykjarhlíð - Akureyri
- 10. júlí: Möðrudalur - Reykjarhlíð
- 8. júlí: Fáskrúðsfjörður - Egilsstaðir
- 9. júlí: Egilsstaðir - Möðrudalur
- 8. júlí: Gestsaugað
- 7. júlí: Djúpivogur - Fáskrúðsfjörður
- 6. júlí: Höfn - Djúpivogur
- 5. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- 2. júlí: Reykjavík - Markarfljót
- 3. júlí: Markarfljót - Kirkjubæjarklaustur
- 4. júlí: Kirkjubæjarklaustur - Fagurhólsmýri
- Upphafsathöfn
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
8. júlí: Fáskrúðsfjörður - Egilsstaðir
Eftir ansi vindasama nótt var föstudagsmorguninn 8. júlí einhver sá fallegasti sem við höfum séð í hlaupinu hingað til. Lagt var upp frá Leiknisvellinum á Fáskrúðsfirði og voru það Almar Daði Jensson, Björgvin Snær Ólafsson, Arkadius Jan, Guðmundur Arnar Hjálmarsson, Hildur Rán Andrésdóttir, Ingiborg Jóhanna Kjerúlf, Steinunn Edda Fernádez og Jóhanna Eiríksdóttir sem hlupu út úr bænum.
Veðrið var eins og best verður á kosið og því mjög gaman að hlaupa út fjörðinn með stefnuna á Skrúðinn. Frá því að fyrst var hlaupið hringhlaup á Íslandi árið 1987 hefur þessi spotti verið hlaupinn ansi oft. En líklega var þetta í síðasta skipti sem við hlaupum hann, þar sem búið er að grafa göng yfir í Reyðarfjörð og verða þau opnuð almenningi í byrjun október.
Vart er hægt að hugsa sér betri aðstæður og umhverfi til að hlaupa fyrir Hrafnanes og voru útlendingarnir í hópnum mjög ánægðir og snortnir af stórbrotnu umhverfinu. Leiðin lá inn Reyðarfjörð og þaðan um Fagradal til Egilsstaða. Það kom í hlut hinnar tékknesku Neelöbhu að hlaupa upp úr Reyðarfirði og inn Fagradal og leysti hún það með stakri prýði, en hækkunin á þessum kafla er um 600m og því ekki heiglum hent að hlaupa hér.
Þegar hlaupið nálgaðist Egilsstaði kom fríður flokkur hlaupara úr frjálsíþróttadeild Hattar og hlupu með kyndilinn. Það voru þau Signý Ingólfsdóttir, Hjálmar Ingólfsson, Bjarmi Hreinsson, Brynjar Gauti Snorrason, Inga Lind Bjarnadóttir, Kristjana Þrastardóttir, Sara Kristín Þorleifsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Helgadóttir, Andrés Kristleifsson, Móeiður Clausen Haraldsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir og Linda Björk Árnadóttir sem hlupu alla leið inn á frjálsíþróttavöll bæjarins sem er einhver sá glæsilegasti á öllu landinu
HUGLEIÐINGAR: Gangane:
Hvað er ég að gera hérna?
Þetta er ef til vill eðlilega spurning að velta því fyrir sér þar sem maður kúldrast í bíl í góðu veðri uppi á Fagradal, keyrandi á eftir manni sem hleypur með logandi kyndil í gegnum mannlausan dalinn. Hvað er ég að gera hér? Til hvers erum við að þessu? Skýringuna er ekki að finna hjá rollunum sem horfa skilningslausar á þetta fyrirbrygði og láta einn mann með kyndil ekki raska ró sinni. Og þar sem ég líð hér áfram eftir veginum velti ég þessu fyrir mér en ég þarf ekki að gera það mjög lengi þar sem þegar við erum farin að nálgast Egilsstaði kemur ástæðan fyrir öllu þessu umstangi í ljós. Þar mætir okkur hópur af vöskum krökkum sem taka við kyndlinum og hlaupa af miklu kappi í átt að bænum. Að hlaupa með logandi kyndil í stóru alþjólegu hlaupi sem nær til yfir 70 landa og hefur það að markmiði að efla vináttu, samkennd og umburðarlyndi er augljóslega nokkuð sem veitir þessum ungu köppum frá Egilstöðum innblástur þar sem þeir bruna niður hlíðarnar. Og þar er einmitt kjarni málsins kominn og ástæðan fyrir því að ég er hér – að veita og þiggja innblástur.
Dæmin frá síðustu dögum er fjölmörg og fyrir okkur sem þátt tökum í World Harmony Run – Vináttuhlaupinu er það mikill heiður og ánægja að fá að hitta allt þetta dásamlega fólk. Á hverjum stað sem við höfum farið í gegnum hafa stórir og smáir hópar af stóru og smáu fólki komið á móti okkur. Brosin skína úr andlitum þeirra og ekki setja þau fyrir sig erfiðið sem þau leggja á sig. Þetta er í mínum huga aðalmarkmið World Harmony Vináttuhlaupsins, að tengja saman fólk frá mismunandi heimshornum og veita þeim innblástur. Því lýk ég þessum þriðja degi mínum í hlaupinu með bros á vor – og skeyti ekki um skilningsleysi rollnanna.
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< 8. júlí < Iceland 8 July < Iceland 8 July < Moldova 8 July |
Iceland 10 July > Ukraine 10 July > 10. júlí > |
Iceland 9 July 9. júlí Ukraine 9 July |