- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- 2005
- 23. júlí: Reykjavík - Explorer
- 15. júlí: Laugarbakki - Borgarnes
- 16. júlí: Borgarnes - Reykjavík
- 12. júlí: Akureyri - Lágheiði
- 13. júlí: Lágheiði - Varmahlíð
- 14. júlí: Varmahlíð - Laugarbakki
- 11. júlí: Chahida kveður
- 11. júlí: Reykjarhlíð - Akureyri
- 10. júlí: Möðrudalur - Reykjarhlíð
- 8. júlí: Fáskrúðsfjörður - Egilsstaðir
- 9. júlí: Egilsstaðir - Möðrudalur
- 8. júlí: Gestsaugað
- 7. júlí: Djúpivogur - Fáskrúðsfjörður
- 6. júlí: Höfn - Djúpivogur
- 5. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- 2. júlí: Reykjavík - Markarfljót
- 3. júlí: Markarfljót - Kirkjubæjarklaustur
- 4. júlí: Kirkjubæjarklaustur - Fagurhólsmýri
- Upphafsathöfn
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
4. júlí: Kirkjubæjarklaustur - Fagurhólsmýri
Segja má að í dag hafi náttúran minnt okkur á hvað hún er stór, fögur og ægileg og hvað við erum lítil og ósjálfbjarga.
Fyrsta dæmið um ægifegurð náttúrunnar var Skógarfoss, en hann komum við fram á þegar ekki var liðið langt á daginn. Fossinn er vissulega tákn um kraft, en líka um fegurð, hreinleika og tiginleika. Óhætt er að segja að allir Vináttuhlaupararnir hafi verið djúpt snortnir af fossinum.
Við þurftum ekki að fara langt til að sjá dæmi um hráan eyðingarmátt náttúrunnar, því á vegi okkar varð risavaxið brak frá því í jökulhlaupinu mikla 1996. Erlendu Vináttuhlaupurunum þótti þetta stórmerkilegt og fengu myndir af sér teknar með brakinu.
Eftir að komið var fram á kvöld og tími kominn til að ganga til náða, skruppu nokkrir hlauparanna á Jökulsárlón, en þar áttum við eftir að hlaupa daginn eftir. Óhætt er að segja að hrein og tær, en jafnframt ægileg, fegurð lónsins hafi snortið við öllum viðstöddum.
Náttúran minnti því á sig svo um munaði í dag. En ef til vill þurftum við ekki að njóta nærveru þessara þriggja merku staða til þess að finna fyrir náttúrunnni - það rigndi nefnilega svo til allan daginn!
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< Iceland 3 July < Romania 3 July |
Iceland 5 July > 5. júlí > Moldova 5 July > |
Iceland 4 July 2. júlí 3. júlí |