- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- 2005
- 23. júlí: Reykjavík - Explorer
- 15. júlí: Laugarbakki - Borgarnes
- 16. júlí: Borgarnes - Reykjavík
- 12. júlí: Akureyri - Lágheiði
- 13. júlí: Lágheiði - Varmahlíð
- 14. júlí: Varmahlíð - Laugarbakki
- 11. júlí: Chahida kveður
- 11. júlí: Reykjarhlíð - Akureyri
- 10. júlí: Möðrudalur - Reykjarhlíð
- 8. júlí: Fáskrúðsfjörður - Egilsstaðir
- 9. júlí: Egilsstaðir - Möðrudalur
- 8. júlí: Gestsaugað
- 7. júlí: Djúpivogur - Fáskrúðsfjörður
- 6. júlí: Höfn - Djúpivogur
- 5. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- 2. júlí: Reykjavík - Markarfljót
- 3. júlí: Markarfljót - Kirkjubæjarklaustur
- 4. júlí: Kirkjubæjarklaustur - Fagurhólsmýri
- Upphafsathöfn
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
8. júlí: Gestsaugað
"Glöggt er gests augað," segir spakmælið. Það var með það í huga sem við báðum tvo af hinum fjölmörgu erlendu hlaupurum í World Harmony Vináttuhlaupinu að segja nokkur orð um land og hlaup.
Neelabha Senkyrova, Tékklandi:
Er auðvelt að hlaupa World Harmony Vináttuhlaupið á Íslandi?
Það er einstaklega auðvelt.
Stígðu upp á veg,
haltu á kyndlinum
og byrjaðu að hlaupa.
Ég finn við hvert fótatak að það er landið sem hreyfist
og ég þarf ekki að gera neitt,
því ég slæ samhljóm við þetta fallega land.
Frank de Lange, Hollandi:
Föstudagsmorgun rennur upp eins fallegur og orðið getur. Gullin sólin, varla ský á himni. Hið hreina norræna ljós varpar geislum sínum á alla fegurðina sem er að finna hér á Fáskrúðsfirði á austurströnd Íslands.
Nú eru liðnir sex dagar af íslenska World Harmony Vináttuhlaupinu, sex dagar, sem, fyrir mig, hafa verið forréttindi og mikil blessun. Er hægt að eyða tíma sínum á betri hátt en að hlaupa hringinn í kringum þetta einstaka land og upplifa einstaka náttúrufegurð á sama tíma og maður deilir boðskap vonar og vináttu?
Margt hefur á þessa síðustu sex daga drifið. Það sem stendur upp úr er m.a.:
Það er ótrúlegt hversu hratt íslenska veðrið breytist. Það er aldrei dauður tími - á hverri stund gerist eitthvað nýtt. Mottó skátanna, "ávallt viðbúinn," kemur að góðum notum hér. Ég upplifði það hér á Íslandi í fyrsta sinn að rigningin þarf ekki endilega að koma að ofan. Á Íslandi getur hún verið lárétt.
Hinir fjölmörgu fuglar sem við hlaupum fram á og fylgja okkur með gargi og blístri eru stöðugur gleðigjafi. Sama má segja um íslensku hestana, sem eru stuttfættir og sterkbyggðir. Það gerist oftar en ekki að hestum hleypur kapp í kinn við að sjá Vináttuhlaupið og þeir slást í för með okkur. Við, á móti, uppskerum hvatningu frá þeim. Þeir eru sprækir og kátir og virðast á einhvern hátt unglegri en evrópsku hestarnir.
Ísland hefur veitt mér allt sem náttúruunnandinn í mér gæti óskað eftir. Eldfjöll og önnur fjöll af öllum stærðum og gerðum, víðáttusöm öræfi, hinar fjölmörgu ístungur Vatnajökuls - eins stærsta jökuls í heimi (það tók okkur tvo daga að hlaupa fram hjá honum) - falleg strandlína sem horfir yfir hafið. Landið er víðáttusamt og autt og andar frá sér hamingju og kyrrð. Þetta virðist síðan breiðast út til fólksins, sem er vingjarnlegt og elskulegt.
Þetta höfðar allt mikið til okkar, World Harmony Vináttuhlauparanna, þar sem við sjálf metum innri ró mikils.
En mest af öllu hafa snortið mig börnin á Íslandi. Fjölmörg þeirra hafa slegist í hóp með okkur og látið kyndilinn, tákn um sátt, samlyndi og vináttu, ganga á milli sín, hönd í hönd, hringinn í kringum landið. Áhugi þeirra, hreinskilni og hreinleiki er fallegur, styrkur þeirra og úthald er undraverður. Þau eru sannkallaðir World Harmony Vináttuhlauparar!
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< 7. júlí < Iceland 7 July < Moldova 7 July |
Iceland 9 July > Ukraine 9 July > 8. júlí > 9. júlí > |
Iceland 8 July Iceland 8 July |