• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

7. júlí: Djúpivogur - Fáskrúðsfjörður

Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hjálpað af tveimur frábærum hópum í dag.

Fyrst mætti okkur Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði nokkuð utan við Breiðdalsvík og fylgdu okkur út fyrir Kambanes og inn að Stöðvarfirði. Gaman var að sjá hvað fullorðna fólkið í ungmennafélaginu tók virkan þátt í hlaupinu og hvað allir lögðust á eitt, Vináttuhlaupararnir og ungmennafélagsmenn. Í raun má segja að þetta gangi eins og rauður þráður í gegnum Vináttuhlaupið, þ.e. að skapa samhug og einingu. Í þessu tilfelli gekk dæmið fyllilega upp.

Fyrir Ungmennafélagið Hrafnkel Freysgoða hlupu: Hrefna Ingólfsdóttir, Auður Hermannsdóttir, Árný Ingólfsdóttir, Jón Alexander Ríkharðsson, Rannveig Ósk Jónsdóttir, Sólbjört María Jónsdóttir, Eyþór Ingólfsson, Aron Jósep Hrafnkelsson, Helga Hrönn Melsted, Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurður Elíasson og Hrafnkell Hannesson. Því miður glataðist hópmynd okkar af Umf. Hrafnkeli Freysgoða og við getum fyrir engan mun munað hvað varð um hana. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.

Litlu síðar, eða rétt utan við Stöðvarfjörð, tóku á móti okkur aldeilis vaskir hlauparar frá Ungmennafélaginu Súlunni. Unglingarnir í Súlunni - en þetta voru aðallega unglingar - hlupu svo hratt og svo kraftmikið að það lá við að Vináttuhlaupararnir þyrftu að biðja krakkana um að hlaupa hægar. Samt var þetta síður en svo stutt vegalengd sem krakkarnir í Súlunni hlupu, en okkur telst til að þetta hafi verið a.m.k. 10 kílómetrar, en þau hittu okkur nokkuð fyrir utan bæinn og hlupu með okkur alla leið að Hafnarnesi, að franska spítalanum. Það má einnig geta þess að nokkrir einstaklingar hlupu alla þessa leið án þess að stoppa - sannkallaðir víkingar!

Fyrir Ungmennafélagið Súluna hlupu: Þóranna Snorradóttir, Jónas Ólafsson, Makki Andersson, Arnar Logi Jónasson, Steinunn Pála Guðmundsdóttir, Sindir Brynjar Birgisson, Jón Björgólfsson, Nína Sasithorn Björnsdottir, Alex Þór Björgvinsson, Guðrún Bára Björnsdóttir, Haukur Árni Björgvinsson, Einar Tómas Björnsson, Elísa Marey Sverrisdóttir, Haldór SIndir Sveinsson, Bryngeir Ágúst Margeirsson og Margeir Þór Margeirsson.

Eftir alla þessa hjálp og góða félagsskap voru hinir fáeinu kílómetrar sem eftir voru að Fáskrúðsfirði leikur einn.


Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< 6. júlí
< Iceland 6 July
< Moldova 6 July
Iceland 8 July >
8. júlí >
Iceland 8 July >
Moldova 8 July >

Iceland 7 July