- Live From The Road
- Fréttir
- 2006
- 2005
- 23. júlí: Reykjavík - Explorer
- 15. júlí: Laugarbakki - Borgarnes
- 16. júlí: Borgarnes - Reykjavík
- 12. júlí: Akureyri - Lágheiði
- 13. júlí: Lágheiði - Varmahlíð
- 14. júlí: Varmahlíð - Laugarbakki
- 11. júlí: Chahida kveður
- 11. júlí: Reykjarhlíð - Akureyri
- 10. júlí: Möðrudalur - Reykjarhlíð
- 8. júlí: Fáskrúðsfjörður - Egilsstaðir
- 9. júlí: Egilsstaðir - Möðrudalur
- 8. júlí: Gestsaugað
- 7. júlí: Djúpivogur - Fáskrúðsfjörður
- 6. júlí: Höfn - Djúpivogur
- 5. júlí: Fagurhólsmýri - Höfn
- 2. júlí: Reykjavík - Markarfljót
- 3. júlí: Markarfljót - Kirkjubæjarklaustur
- 4. júlí: Kirkjubæjarklaustur - Fagurhólsmýri
- Upphafsathöfn
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
6. júlí: Höfn - Djúpivogur
Nú er World Harmony Vináttuhlaupið komið aftur í internetsamband, en erfitt hefur verið að ná því síðustu daga. Við vonum að við höldum sambandinu sem mest út hlaupið.
Lagt var upp frá Höfn í Hornafirði í morgun og var það Zophonias Torfason sem hljóp fyrsta spölinn, en svo skemmtilega vildi til að hann átti einmitt afmæli þennan dag. Það var systir Zophoniasar, Steinunn, sem er ein af Vináttuhlaupurunum sem gaf bróður sínum þessa afmælisgjöf og fylgdi sögunni að honum þótti gjöfin góð. Næstur hljóp Jóhann H. Haraldsson. Hljóp hann sem leið lá upp að nýju göngunum í gegnum Almannaskarð og áfram eftir göngin austur á bóginn. Alls hljóp Jóhann yfir 10 kílómetra og tryggði World Harmony Run – Vináttuhlaupinu góða byrjun á deginum. Eftir það voru það hlauparar hlaupsins sem hlupu áfram en þó nokkuð af vegfarendum stoppuðu til að fræðast um hlaupið og margir notuðu tækifærið og hoppuðu út úr bílunum og tóku sprett með kyndilinn.
Þegar klukkan var að nálgast tólf á hádegi hlupum við fram á hina miklu göngu “ Haltur leiðir blindan ”. Þeir kappar Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson
voru þá búnir að ganga 10 kílómetra þann daginn og voru vel stemmdir. Ganga þeirra hringinn í kring um landið er til þess að vekja athygli á starfsemi Sjónarhóls sem er stuðningsmiðstöð fyrir börn og ungt fólk með sérþarfir. Þeir eiga mikið hrós skilið fyrir þetta mikla afrek að ganga saman hringinn í kringum landið. Það var mjög gaman fyrir okkur að hitta þá og eiga við þá skemmtilegt spjall, en þeir stefna á að ljúka göngunni þann 4. ágúst.
Hlaupið gekk mjög vel allan daginn. Það hefur ringt þó nokkuð og blásið smá en veðrið hefur verið mjög hlýtt og milt.
Ungmennafélagið Neisti tók á móti hlaupinu við Barðavelli í Hamarsfirði. Þar var kominn saman myndalegur hópur á þremur bílum sem tók við kyndlinum og hljóp af miklum krafti sem leið lá til Djúpavogs. Magnús Hreinsson lögreglumaður fylgdi hlaupinu og tryggði að öll umgjörð var til fyrirmyndar.
Þátttakendur frá Ungmennafélaginu Neista voru: Guðjón Rafn Steinsson, Guðjón Sveinsson, Sigurjón Már Ólason, Gabríel Björgvinsson, Ársæll Axelsson
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
< 5. júlí < Iceland 5 July < Moldova 5 July |
Iceland 7 July > 7. júlí > Moldova 7 July > |
Iceland 6 July |