• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

13. júlí: Lágheiði - Varmahlíð

Dagurinn hófst á nokkrum langhlaupum einstakra hlaupara. Fyrst hljóp Davíð 13 kílómetra, en þetta var nokkurs konar upphitunarhlaup þegar litið er til þess sem á eftir kom, en þá hljóp Andrés alla leið að Hofsósi, eða 30 km, í þónokkrum mótvindi og gaf hvergi eftir.

Á Hofsósi hlupum við fram á vinnuskóla Hofsóss og slógust krakkarnir í för með okkur í smá stund, algjörlega óundirbúið. Svona lagað gerist náttúrulega bara á Íslandi, en ekki var ennað að sjá en að krakkarnir hefðu gaman af. Þetta var a.m.k. ágætis tilbreyting frá því að reyta arfa.

Fyrir Vinuskóla Hofsóss hlupu: Ágústa Lóa Jóelsdóttir, Sunna Dís Bjarnadóttir, Urður Jónsdóttir, Kristínn Anna Steinsdóttir, Ævar Jóhannsson, Sædís Bylgja Jónsdóttir, Dagur Magnússon, Guðrún Sonja Birgisdóttir, Halldór Már Sævarsson, Signý Sigurmonsdóttir.

Stuttu eftir að við skildum við vinnuskólakrakkana slógust skokkarar úr einum magnaðasta skokkhópi landsins í för. Árni Stefánsson íþróttakennari heldur úti skokkhópi í Skagafirði sem telur 70 manns, sem verður að teljast ansi gott hlutfall af 4800 manna sveitarfélagi, enda kalla kunnugir Árna kraftaverkamann. Skokkhópurinn heldur úti reglulegri starfsemi og sem dæmi má nefna að laugardaginn síðasta hljóp hann á fjöllum. Um þetta má lesa á ágætum fréttavef www.skagafjordur.com , en hér má reyndar einnig lesa um heimsókn Vináttuhlaupsins. Annars hefur skokkhópurinn t.d. staðið fyrir hópferð á Búdapestar maraþonið og tók þá 1% allra íbúa Sauðárkróks þátt. Geri aðrir betur!

Fulltrúar skokkhópsins að þessu sinni voru: Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri, Snorri Björn Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri, Jón Þór Jósefsson og Sævar Birgisson og hlupu þeir með kyndilinn á Sauðárkrók.

Það voru krakkar úr UMSS og Tindastóli sem hlupu með kyndilinn úr bænum. Það vildi svo skemmtilega til að þjálfari þeirra, Anna Elísabet, var á leið á æfingu með krakkana þegar hún frétti af Vináttuhlaupinu. Brást Anna þá við eins og sannur Íslendingur og breytti æfingu dagsins í langhlaupsæfingu með kyndil og fóru krakkarnir rúma hálfa leið að Varmahlíð, eða 16 km.

Fyrir UMSS hlupu: Anna Elísabet Hrólfsdóttir, Inga María Baldursdóttir, Linda Björk Valbjörnsdóttir, Elín Lilja Gunnarsdóttir, Snæbjört Pálsdóttir, Óli Grétar Óskarsson, Gísli Rúnar Óskarsson, Guðjón Ingimundarson, Þorsteinn Jónsson, Karen Jónsdóttir.

Það er óhætt að segja að World Harmony Vináttuhlaupið væri ólíkt fátæklegra ef ekki væri fyrir þessa fjölmörgu Íslendinga sem hafa verið reiðubúnir að breyta öllum sínum plönum til að taka þátt í hlaupinu - og oft með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara! Við munum aldrei geta nægjanlega þakkað öllu þessu góða fólki sem hefur sýnt okkur sanna vináttu í anda hlaupsins (en Chahida vill meina í pistli sínum að svona séu Íslendingar bara ).

Lokasprett dagsins átti Frank.


Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Iceland 13 July
< Ukraine 13 July
Iceland 15 July >
Iceland 15 July >

Iceland 14 July
12. júlí
14. júlí