Íslenskir vinir
Vigdís Finnbogadóttir

Í forsetatíð sinni var Vigdís Finnbogadóttir verndari Friðarhlaupsins og hefur allar götur síðan verið góður vinur hlaupsins.
Steingrímur Hermannsson

Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þegar fyrstu tvö Friðarhlaupin fóru fram (1987 og 1989) og í bæði skiptin setti Steingrímur hlaupið. Steingrímur var jafnframt góður vinur stofnanda hlaupsins, Sri Chinmoy, allar götur síðan.
Halldór Blöndal

Halldór Blöndal hefur verið einn af helstu stuðningsmönnum Friðarhlaupsins frá upphafi og hefur margoft verið við upphafs- og lokaathöfn hlaupsins.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, hjálpaði okkur að setja Friðarhlaupið 2009.
Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, tók við Friðarkyndlinum á Fjölmenningarhátíð Reykjavíkurborgar 2010
Katrín Júlíusdóttir

Katrín Júlíusdóttir, þáverandi þingkona og núverandi iðnaðarráðherra, tók síðust Íslendinga við Friðarkyndlinum árið 2008.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, setti World Harmony Friðarhlaupið árið 2007 og hljóp fyrsta spölinn.
Geir Haarde

Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra Íslands, setti World Harmony Friðarhlaupið árið 2006.