- Live From The Road
- 2012
- 2011
- 2010
- 2009
- Iceland 16 July: Reykjavík
- Iceland 15 July: Akranes - Mosfellsbær
- Iceland 14 July: Lýsuhóll - Akranes
- Iceland 13 July: Stykkishólmur - Lýsuhóll
- Iceland 12 July: Flatey
- Iceland 11 July: Þingeyri - Birkimelur
- Iceland 10 July: Botn í Mjóafirði - Flateyri
- Iceland 9 July: Reykjaskóli - Botn i Mjóafirði
- Iceland 8 July: Akureyri - Reykir
- Iceland 7 July: Reykjahlíð - Akureyri
- Iceland 6 July: Egilsstaðir - Reykjahlíð
- Iceland 5 July: Egilsstaðir - Seyðisfjörður
- Iceland 4 July: Höfn - Egilsstaðir
- Iceland 3 July: Kirkjubæjarklaustur - Höfn
- Iceland 2 July: Selfoss - Kirkjubæjarklaustur
- Iceland 1 July: Reykjavík - Hveragerði
- Iceland 15 May: Reykjavík
- 2008
- 2007
- 2006
- 2005
- Fréttir
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Iceland 8 July: Akureyri - Reykir
In the morning, we said goodbye and a final thank-you to Guðrún at Hrafnagilsskóli, which had provided our accommodation (and great swimming facilities) at Akureyri...
Um morguninn kvöddum við Guðrúnu á Hrafnagilsskóla, en hún hafði séð okkur fyrir húsaskjóli og frábærri sundlaug...
But before we left the town, members of the team had another meeting with the Mayor, Hermann Jón Tómasson, to present him with the prestigious Torch-Bearer Award for his work in support of harmony in Iceland.
...síðan hittum við Hermann Jón bæjarstjóra á nýjan leik og veittum honum verðlaunin "Kyndilberi friðar" fyrir stuðning Akureyrarbæjar við Friðarhlaupið.
We also visited the children from two of the local kindergartens, Leikskólinn Kiðagil and Leikskólinn Inndarvel, at a local athletics stadium.
Jafnframt hittum við leikskólabörn frá Kiðagili og Lundarseli á Akureyrarvelli.
It is rare that we visit kindergartens. Younger children don’t always understand concepts such as harmony and peace as well as older ones. However, it was clear from their sweet and glowing faces that they appreciated a large part of the message.
Það er ekki oft sem við heimsækjum leikskólabörn. Svo ung börn grípa ekki alltaf hugtök eins og friður, sátt og samlyndi jafn vel og eldri krakkar. Hinsvegar var morgunljóst miðað við skínandi andlit þeirra að mikill hluti boðskaparins féll í góðan jarðveg hjá þeim.
(Those of us not fluent in Icelandic had only the faces as a guide. Happily, these told us everything.)
(Þau okkar sem ekki tala íslensku reiprennandi gátu ekkert miðað við nema andlitin. Sem betur fer sögðu þau alla söguna.)
Then to the actual running...
Hófust þá hlaupin...
On the road, TEAM C visited a farm, and were touched by the sight of a newborn foal, born that very morning. The sight of new life, as the foal took its first steps, was one of the highlights of the day.
Lið C heimsótti sveitabæ og fannst mikið til þess koma að sjá nýfætt folald sem komið hafði í heiminn fyrr um daginn. Það var áhrifarík sjón að sjá nýtt líf taka sín fyrstu skref í heiminum.
TEAM A first visited a country music town in Skagaströnd, where we met Hallbjörn Hjartason, Iceland’s most famous country singer, who runs a local radio station broadcasting country music on the internet. He welcomed us warmly, surprised and happy that the World Harmony Run had come for a visit.
LIÐ A gerði sér ferð á Skagaströnd og heimsótti þar Hallbjörn Hjartarson, hin eina og sanna. Hallbjörn tók vel á móti okkur, undrandi og glaður að sjá að Friðarhlaupið hafði komið í heimsókn.
We ran into Blönduós with Magdalena Berglind and four local girls. While we were running, a bus full of tourists stopped and joined the run towards the hospital, and we all ran together.
Við hlupum inn að Blönduósi í fylgd með Magdalenu Berglindi og fjórum stúlkum. Kom þar að rúta full af túristum, stoppaði og slóst í fór með okkur að Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi.
At the local hospital, we were greeted by many enthusiastic children and their parents. There we met with Kári Kárason (city council member), Valbjörn Steingrimsson (CEO of the hospital) and Margrét Einarsdóttir (hospital staff representative). We all had a lovely time and enjoyed seeing the joy in the children’s smiles.
Við Heilbrigðisstofnunina hittum við marga áhugasama krakka og foreldra þeirra. Við hittum jafnframt Kára Kárason bæjarráðsmann, Valbjörn Steingrímsson forstjóra og Margréti Einarsdóttur fulltrúa starfsmannafélagsins. Við skemmtum okkur öll vel og höfðum einstaklega gaman af því að sjá gleðina í andlitum barnanna.
Then we ran a short distance towards Hillebrands Hús, also known as the Iceberg Museum, which exhibits stuffed polar bears, along with information about them, including the way that they drift to Iceland with the giant icebergs.
Við hlupum síðan stutta vegalengd að Hafíssetrinu Blönduósi, en þar eru til sýnis uppstoppaðir ísbirnir ásamt upplýsingum um þá og hvernig þeir reka til Íslands á risastórum ísjökum.
This house is special in another way: before it was a museum, it was Ágúst’s home. (Ágúst is in the centre, running through his old stomping ground.) Rather than being demolished, it was maintained because of its historical significance as the oldest treehouse in Iceland.
Hús þetta er sérstakt að öðru leyti líka, því áður en það varð að safni áttu Ágúst heima í því (Ágúst er hér fyrir miðri mynd). Í stað þess að rífa það, var húsinu haldið við þar sem það er elsta timburhús á Íslandi.
TEAM B, an all-male team, visited Glaumbær, a farm and museum that gives a slice of Icelandic rural life in the eighteenth and nineteenth centuries.
LIÐ B, sem einungis var skipað karlmönnum, heimsótti Glaumbæ - en þessi sveitabær og safn gefur góða mynd af lífinu í íslensku sveitunum á 18. og 19. öld.
We enjoyed a special tour of this cosy and attractive settlement, which strove for accuracy. The World Harmony Run uniforms and cameras provided some of the only clues that we were really in the 21st century.
Við höfðum gaman af skoðunarferðinni um þessar áhugaverðu vistarverur. Einkennisbúningar Friðarhlaupsins og myndavélar okkar voru meðal einu vísbendinganna um það að við værum í raun stödd á 21. öldinni.
Team B then ran into Sauðárkrokur with some of the local boys. Pictured with the team are Rúnar, Viðar and Halldór.
Þvínæst hljóp LIÐ B inn að Sauðárkróki í fylgd með nokkrum drengjum. Á myndinni gefur að líta Rúnar, Viðar og Halldór ásamt Friðarhlaupurunum.
At Hús Frítímans (House of Free Time), the community centre, we met with the Mayor, Guðmundur Guðlaugsson.
Við félagsmiðstöðina Hús Frítímans hittum við sveitarstjórann, Guðmund Guðlaugsson.
Ivano Tasin, director of Hús Frítímans, used the Torch to light a candle for peace. Hús Frítímans is involved in the Peace 4 Life project, along with three other European nations: Finland, Malta, Turkey and Lithuania. Originally from Italy, he first came to Iceland as part of a volunteer program - and is living proof that it is possible to learn the challenging Icelandic language.
Ivano Tasin, forstöðumaður Húss Frítímans, notaði Friðarkyndilinn til að kveikja á friðarkerti. Hús Frítímans tekur þátt í verkefninu Peace 4 Life ásamt þremur öðrum Evrópulöndum: Finnlandi, Möltu, Tyrklandi og Litháen. Ivano, sem upphaflega kemur frá Ítalíu, kom fyrst til Íslands sem sjálfboðaliði og er lifandi sönnun þess að hægt er að læra hið krefjandi íslenska tungumál.
Other teams were still running. With such a strong team, some runners even doubled up to get enough mileage.
Önnur lið voru ennþá á hlaupum. Við vorum með svo stórt lið að sumir ákváðu að tvímenna til að ná að hlaupa eins mikið og þeir vildu.
TEAM C, an all-female team, ran into Hvammstangi with some of the local children.
LIÐ C, sem bara var skipað konum, hljóp inn að Hvammstanga ásamt nokkrum af krökkum staðarins.
Two of the young Hvammstangi girls were so enthusiastic that they ran 3 kilometres into town with us.
Tvær af hinum ungu stelpum frá Hvammstanga voru svo áhugsamar að þær hlupu í 3 kílómetra inn að bænum með okkur.
We stayed the night on the beach - though only the boldest runners were willing to venture into the icy waters next to the village of Reykir.
Um nóttina gistum við við ströndina - en það voru samt aðeins hinir djörfustu meðal okkar sem lögðu í ískaldan sjóinn við Reyki.
To be exact, we stayed in Skólabúðirnar Reykjaskóla, a former boarding school that was converted into a holiday camp in 1988. Photos of previous students, dating from 1931, still line the walls, giving it a vivid sense of history. It also has the largest thermal swimming pool in Iceland, where we rested our muscles, or (if we were really game) swam a few rather challenging laps.
Gististaður okkar þessa nóttina voru Skólabúðirnar Reykjaskóla, fyrrum heimavistarskóla sem breytt var í sumarbúðir árið 1988. Myndir af fyrrum nemendum, sumir síðan 1931, prýða veggina og gefa mynd af sögunni. Reykjaskóli státar jafnframt af prýðisgóðri sundlaug og þar hvíldum við þreytta vöðva, eða (ef við vorum í virkilega áhugasöm) syntum nokkra krefjandi hringi.
Tonight the team said goodbye (for now) to three of its valued local personnel, as Ágúst, Ed and Víðir returned to Reykjavík. As well as providing some wonderful character to the team, Ágúst and Ed have helped to keep us well-fed. Ágúst is working at the Health, the Richest Wealth health-food store, while Ed’s culinary talent will bring joy again to patrons at the Ecstacy's Heart-Garden Café. (Ed, pictured above, is from England, but has lived in Reykjavík for many months.) Víðir has not only been a useful runner and translator, but one of the organisers, making this a great event for as many Icelanders (and runners) as possible.
Í kvöld kvöddum við þrjá mikilsverða heimamenn, þar sem Ágúst, Ed og Víðir héldu heim til Reykjavíkur. Fyrir utan að vera krydd í liðinu, hafa Ágúst og Ed hjálpað til við að halda okkur í góðu fæði. Ágúst vinnur í heilsubúðinni Health, the Richest Wealch og heimkoma Eds mun gleðja fastakúnnana á kaffihúsinu Ecstasy's Heart-Garden. (Ed, sem er á myndinni hér að ofan, er frá Englandi, en hefur búið í Reykjavík síðustu mánuði). Víðir hefur ekki einasta verið mikilsverður hlaupari og þýðandi, hann er jafnframt einn af skipuleggjendum hlaupsins og hefur þar með séð til þess að þessi stórkostlegi viðburður sé aðgengilegur fyrir eins marga Íslendinga og mögulegt er.
*
"Iceland World Harmony Run"
by Mukul
Ever leading into mist,
our path is narrow
between crashing waves and tongues of ice
and cliffs that gaze into the distance beyond us
and are indifferent to our tiny strides
and to the winds and to the tides
there lies our path and there it finds
smiles
surprised, like us, that we are here,
beyond the reach of night,
our path lies clear.
Distance: 249 km
Team Members:
Salil Wilson (Australia), Dipavajan Renner (Austria), Apaguha Vessely (Czech Republic), Judit Elek (Hungary), Roos de Waart (Netherlands), Eila Buche (Switzerland), Sandra Aurenhammer (Austria), Edward Silverton (UK), Bhoiravi Achenbach (Austria), Noivedya Juddery (Australia), Lenka Chobodicka (Slovakia), Tatjana Chochlikova (Slovakia), Chahida Hammerl (Austria), Cecilia Husta (Slovakia), Edi Serban (Romania), Jiri Albrecht (Czech Republic), Peter Solar (Slovakia), Mukul Fishman (Israel), Miroslava Husta (Slovakia), Maria Horvath (Hungary), Pranava Gigja (Iceland), Haukur Helgason (Iceland), Dagur Helgason (Iceland), Agust Örn Marusson (Iceland), Johann Fannberg (Iceland), Vidir Sigurdsson (Iceland)
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
Gallery: See more images!
< Iceland 7 July |
Iceland 9 July > |