- Live From The Road
- 2012
- 2011
- 2010
- 2009
- Iceland 16 July: Reykjavík
- Iceland 15 July: Akranes - Mosfellsbær
- Iceland 14 July: Lýsuhóll - Akranes
- Iceland 13 July: Stykkishólmur - Lýsuhóll
- Iceland 12 July: Flatey
- Iceland 11 July: Þingeyri - Birkimelur
- Iceland 10 July: Botn í Mjóafirði - Flateyri
- Iceland 9 July: Reykjaskóli - Botn i Mjóafirði
- Iceland 8 July: Akureyri - Reykir
- Iceland 7 July: Reykjahlíð - Akureyri
- Iceland 6 July: Egilsstaðir - Reykjahlíð
- Iceland 5 July: Egilsstaðir - Seyðisfjörður
- Iceland 4 July: Höfn - Egilsstaðir
- Iceland 3 July: Kirkjubæjarklaustur - Höfn
- Iceland 2 July: Selfoss - Kirkjubæjarklaustur
- Iceland 1 July: Reykjavík - Hveragerði
- Iceland 15 May: Reykjavík
- 2008
- 2007
- 2006
- 2005
- Fréttir
- Hlaupaleið
- Fjölmiðlar
- Vinir
- Skólahlaup
- Söngur World-Harmony Friðarhlaupsins
- Um
Iceland 2 July: Selfoss - Kirkjubæjarklaustur
We set off east today in our cosy fleet of World Harmony Run vehicles.
Við héldum til austurs í dag í einum af okkar rúmgóðu Friðarhlaupsvögnum
In the town on Selfoss, the children's sports team greeted us, running with us into the middle of town, where we were greeted by a Representative of Selfoss in the local library, which showcased an exhibition of children's drawings on the topics of peace and harmony.
Á Selfossi tók íþrótta- og útivistarklúbburinn á móti okkur og krakkarnir hlupu með okkur að bókasafninu. Þar tók fulltrúi bókasafns Árborgar á móti okkur og leiddi okkur í gegnum sýningu á myndum barnanna um frið.
In Ölvisholt, we visited Sri Chinmoy Street, one of two in Iceland, dedicated in 2006 in honour of the World Harmony Run's founder.
Við gerðum stuttan stans að Ölvisholti, en þar er eitt af tveimur Sri Chinmoy Strætum, sem tileinkuð voru stofnanda Friðarhlaupsins árið 2006.
We ran across the bridge into Hella, to be greeted by town representative Helga Fjóla Guðnadóttir and Hafdís Garðarsdóttir, vice-president of Hekla sports team.
Við hlupum inn að Hella, en þar tóku á móti okkur hreppsnefndarmaðurinn Helga Fjóla Guðnadóttir og Hafdís Garðarsdóttir, varaformaður Umf. Heklu.
The van continued to provide endless excitement.
Sendibíllinn var uppspretta gleði, sem fyrr.
At Hvolsvöllur, we met with the enthusiastic Dimon local sports club. They ran with us for 15 kilometres to ...
Á Hvolsvelli hittum við íþróttafélagið Dímon. Þessir hressu krakkar hlupu með okkur í 15 kílómetra að...
... BIG DIMON, one of Iceland's most spectacular natural landmarks.
... Stóra-Dímon, sem hlýtur að teljast eitt af merkilegri kennileitum Íslands.
Apaguha was somehow able to run through the mighty Skógarfoss waterfall without getting even remotely wet. (Hey, photos don't lie!)
Það skilur enginn hvernig það gat gerst, en Apaguha tókst einhvern veginn að hlaupa í gegnum Skógarfoss án þess svo mikið sem að blotna í fæturnar (ekki ljúga myndirnar!).
Just after two o’clock, one team began running from the town of Vik (population: 150). The cool Icelandic air made for ideal running weather, energising the already weary travellers. Though we have all run the World Harmony Run through many countries, Iceland already revealed itself as a unique experience, detached from the rest of the world with its utterly individual beauty. Throughout the day, we never tired of seeing the unusual, treeless greenery, like a scene from a fantasy land.
Um tvöleytið hóf einn hluti liðsins að hlaupa til Víkur. Hið svala íslenska loftslag var kjörið til hlaupa og endurnærandi fyrir þreytta ferðalanga. Þó að öll okkur hafi áður hlaupið í Friðarhlaupinu um ýmis lönd, þá hefur Ísland nú þegar stimplað sig inn sem einstök upplifun, algjörlega ólíkt restinni af heiminum í sinni einstöku fegurð. Við þreyttumst ekki á að sjá hið óvenjulega trjálausa græna umhverfi, sem geta helst átt heima í einhverju töfralandi.
For many miles, we were treated to the sight of violet lupins, planted to add colour to the sprawling plains. Near the end of our journey was the volcanic rock, covered with long, soft moss – the result of centuries of growth following the last major eruption. Now, the nearby volcanoes are dormant, and all is peaceful. Lying on a mattress of this clean and pure moss, despite a slight dampness caused by the chilly air, provided a pleasant way to relax after a run.
Okkur til beggja handa voru hinar fjólubláu lúpínur. Í lok ferðalagsins sáum við mosavaxnar hraunbreiður, sem vaxið hafa aldirnar eftir síðasta eldgos. Nú sofa eldfjöllin vært og friðurinn ríkir. Það var góð slökun eftir hlaupið að leggjast í þennan hreina og tæra mosa.
We finished our run in the historic town of Kirkjubæjarklaustur, a town only sightly larger than its name, with 150 people (and perhaps three times as many in the community, living in the surrounding farms). We were greeted to Kirkjubæjarklaustur by a local sports teacher, Ása Þorsteinsdóttir, and a few of her students, who ran into town with us. Pictured with Noivedya and Salil are Fjóla, Guðdís, Katrín and Herdís.
Hlaupadeginum lauk á Kirkjubæjarklaustri. Þar tók á móti okkur íþróttakennarinn Ása Þorsteinsdóttir og nokkrir nemenda hennar sem hlupu með okkur í bæinn. Á þessari mynd gefur að líta Fjólu, Guðdísi, Katrínu og Herdísi, ásamt Noivedya og Salil.
For dinner, we were treated to a fine meal at the charming Systrakaffi (Sister Café). Our waitress, Adda, was a delightful hostess.
Okkur var boðið upp á herramannsmáltíð á Systrakaffi. Þar sá hún Adda algerlega um okkur.
Ása (seen below with and her husband Sigurður Gunnarsson) then showed us to her workplace: Kirkjubæjar School, which is also our accommodation for the night.
Ása (sem sést á myndinni hér að neðan ásamt manni sínum Sigurði Gunnarssyni) sýndi okkur um vinnustað sinn, skólann á Kirkjubæjarklaustri, sem var gististaður okkar þessa nóttina.
Though it is after 10:30 pm as I write this, it is still light outside (though the darkness is oh-so-slowly descending) and a group of children is braving the night-time breeze to play football just outside the school, still wearing T-shirts and long shorts. For someone from another land (indeed, another hemisphere) who has never ventured further north than Scotland, this is an incredible sight. Thanks to the town of Kirkjubæjarklaustur for extending their hospitality to us.
Þó að klukkan sé langt genginn ellefu þegar ég skrifa þetta, þá er ennþá bjart úti (aðeins farið að rökkva, reyndar) og hópur barna býður kvöldsvalanum byrginn, spilandi fótbolta fyrir utan skólann, enn á stuttermabolunum og stuttbuxunum. Fyrir mann eins og mig, sem kemur frá öðru landi (og reyndar, annarri heimsálfu) og hefur aldrei komið lengra norður en til Skotlands, er slík sjón undraverð. Bestu þakkir til Kirkjubæjarklausturs fyrir gestrisni þeirra.
Distance: 202 km
Team Members:
Salil Wilson (Australia), Dipavajan Renner (Austria), Apaguha Vesely (Czech Republic), Noivedya Juddery (Australia), Roos de Waart (Netherlands), Judit Elek (Hungary), Eila Buche (Switzerland), Sandra Aurenhammer (Austria), Edward Silverton (UK), Bhoiravi Achenbach (Austria), Lenka Chobodicka (Slovakia), Tatjana Chochlikova (Slovakia), Chahida Hammerl (Austria), Cecilia Husta (Slovakia), Edi Serban (Romania), Jiri Albrecht (Czech Republic), Peter Solar (Slovakia), Mukul Fishman (Israel), Miroslava Husta (Slovakia), Maria Horvath (Hungary), Pranava Gigja (Iceland), Haukur (Iceland), Dagur (Iceland), Agust Örn Marusson (Iceland), Johann Fannberg (Iceland), Vidir Sigurdsson (Iceland)
Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.
Gallery: See more images!
< Iceland 1 July < Беларусь 1 ліпеня (Belarus 1 July) |
Iceland 3 July > Беларусь 3 ліпеня (Belarus 3 July) > |
Беларусь 2 ліпеня (Belarus 2 July) |