Carl Lewis
"World Harmony Vináttuhlaupið snýst um það að bera logandi kyndil milli handa og hjarta þátttakenda. Með því að bera kyndilinn tekur þú þátt í að byggja brýr á milli menningarlegra og félagslegra múra auk allra hindrana sem aðskilja þjóðir hverja frá öðrum. Með þátttöku þinni verður þú lifandi sönnun draums okkar allra um að skapa fallegan og sameinaðan heim.
"Þegar ég hélt á Ólympíukyndlinum til Akropólis árið 2004, fann ég mikla einingu við allt fólk sem býr hér á jörðinni. Sérhver þátttakandi í Vináttuhlaupinu mun sýna að vonir og draumar mannsins muni á endanum sigra ótta hans. Auk þess trúi ég að erfiðleikarnir á leiðinni til sáttar og samlyndis í heiminum muni ekki vega þyngra en hugrekki þeirra sem taka áskoruninni.
"Ég mun heilshugar styðja World Harmony Vináttuhlaupið. Ég þigg með þökkum hlutverk mitt sem talsmaður þessa hlaups til að hjálpa við að efla sem mest þátttöku og til að hvetja til dáða alla þá þúsundi þátttakenda sem taka þátt í þessu mikla ævintýri."
-Carl Lewis, Los Angeles, 16. mars 2005