Stofnandi - Sri Chinmoy
Sri Chinmoy, stofnandi World Harmony Friðarhlaupsins
(1931 - 2007)
Sri Chinmoy stofnaði Friðarhlaupið (World Harmony Run) árið 1987. Tilgangur hlaupsins var að nýtast hinni djúpstæðu þrá mannkyns eftir friði, einingu, sátt og samlyndi í heiminum. Á æviskeiði sínu var Sri Chinmoy þekktur um allan heim fyrir að hafa átt frumkvæðið að fjölmörgum viðburðum og verkefnum sem sameinaði fólk úr ólíkum áttum í sameiginlegri vinnu fyrir bættum heimi. Sri Chinmoy var ötull talsmaður þess að íþróttir væru máttugt afl í vinnunni fyrir betri heimi. Hvort heldur sem íþróttamaður, heimspekingur, listamaður eða ljóðskáld, lagði Sri Chinmoy líf sitt á vogarskálarnar til að stuðla að framgangi friðar, einingar, sáttar og samlyndis í heiminum.